Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 16:45 Jack Teixeira var handtekinn í gær. AP/WCVB Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50