Nowak-hjónin kynntust fyrir rúmum áratugi og voru vinir í langan tíma. Eftir að hafa bæði skilið við maka sína fundu þau ástina. Að sögn Cartwright elskuðu hjónin að fara í ævintýri með börnunum sínum en þau áttu saman sex börn úr fyrri hjónaböndum.
Undanfarið höfðu þau verið að byggja sumarhús til að njóta lífsins í framtíðinni. Í fyrra létust svo afar þeirra beggja úr krabbameini og ákvað Louis þá að fara í skoðun til öryggis.
Þar kom í ljós að hann var með krabbamein í lifrinni. Louis lést úr krabbameininu þann 19. mars síðastliðinn og var jarðarförin haldin þann 1. apríl.
„Erfitt að ímynda sér hana án hans“
Cartwright segir í samtali við The Washington Post að hjarta dóttur sinnar hafi verið brotið í jarðarförinni. Eftir jarðarförina hafi hún og nágranni hennar svo ákveðið að fara í bifreið og spóla, eiginmanni hennar til heiðurs þar sem hann elskaði bíla.
Það sem átti að vera falleg stund í bílnum endaði þó með hræðilegu slysi. Ökumaðurinn missti stjórn á ökutækinu og ók því í skurð með þeim afleiðingum að hann og Sara létu lífið.
Cartwright segir fjölskylduna hugga sig við það að nú sé dóttir hennar aftur sameinuð með Louis í eftirlífinu. „Það er svo erfitt að ímynda sér hana án hans,“ segir hún.