Verður Messi kynntur til leiks hjá Barcelona innan skamms? Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 07:01 Lionel Messi gæti verið á leið til Barcelona á nýjan leik. Vísir/Getty Virtur spænskur íþróttablaðamaður segir að markaðsdeild knattspyrnuliðsins Barcelona sé þegar byrjuð að vinna í tilkynningu um komu Lionel Messi til liðsins en samningur hans við PSG rennur út í sumar. Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01