Sekta ekki strax fyrir notkun nagladekkja Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 14:26 Síðasti dagurinn til að aka um á nagladekkjum fyrir sumarið er í dag samkvæmt reglugerð. Lögreglan hyggst þó ekki byrja að sekta fyrir notkun þeirra fyrr en í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Lögreglan mun þó ekki byrja að sekta þau sem aka um á nagladekkjum á morgun, það verður ekki gert fyrr en í næsta mánuði. „Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“ Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“
Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira