„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 15:40 Ástrós Rut Sigurðardóttir flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. „Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira