Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2023 19:30 Með heimild til að sækja þjónustu á Íslandi er hægt að spara kafbátum nokkurra daga siglingu þegar þeir eru við eftirliti á hafsvæðinu í kringum Ísland. Hér má sjá kafbátinn USS Albuquerque. Getty Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Greint var frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að bandarískum kafbátum sem knúðir eru kjarnorku verði heimilt að sækja þjónustu til Íslands til að taka vistir og hafa áhafnaskipti. Bátarnir munu koma upp á yfirborðið skammt frá landi í Helguvík en ekki leggjast að landi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir undirbúning fyrir komu bandarískra kafbáta hingað hafa staðið yfir í um eitt ár. Hún hafi átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna málsins.Vísir/Vlilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið hafa verið lengi í undirbúningi og hún átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna þess. Þetta væri stórt og mikilvægt skref til sameiginlegra varna Íslands og NATO-ríkjanna. „Þar með eykur það bæði fælingarmátt og getu okkar til að sinna þessu eftirliti betur en áður,“ segir utanríkisráðherra. Eftirlit með umferð kafbáta fari nú þegar fram á Íslandi. Þjónusta sem þessi hafi um áratugaskeið farið fram í Noregi og koma bátanna hingað muni spara þeim nokkurra daga siglingu. „Þetta er unnið í nánu samstarfi við Geislavarnir ríkisins, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. Í hvert skipti sem þau vilja koma hingað upp þurfa þau að kalla eftir því við utanríkisráðuneytið og við þurfum að veita leyfi í hvert sinn. En þetta er ekki tímabundin heimild. Þetta er ný ákvörðun,“ segir Þórdís Kolbrún. Þannig viti íslensk stjórnvöld allaf með einhverjum fyrirvara hvenær von er á báti. Bandarískir kafbátar koma til um 150 hafna í 50 ríkjum. Þeir bátar sem sinna eftirliti í kringum Ísland munu ekki lengur þurfa að sigla til Noregs til að sækja vistir eða hafa áhafnaskipti, eftir að þeim var veitt heimild til að sigla inn í Helgvuvík.Getty Með þátttöku sinni i stjórnarsamstarfinu gengust Vinstri græn inn á að Ísland væri í NATO þótt flokkurinn sé á móti aðildinni. Veran í NATO væri hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. En Vinstri græn hafa einnig oft lagt fram frumvörp á Alþingi, sem þó hafa ekki náð í gegn, um að Ísland væri ekki einungis kjarnorkuvopnalaust heldur að hingað kæmu heldur ekki kjarnorkuknúin skip. Katrín Jakobsdóttir segir eftirlit með kafbátum nú þegar fara fram á Íslandi. Komu bandarískra eftirlitskafbáta hingað til lands megi skoða sem hluta af skuldbindingum Íslands innan NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin.Stöð 2/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa fengið góðan undirbúning. „Það liggur líka algerlega skýr fyrir sú afstaða sem samþykkt hefur verið í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að íslenskt land og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum," segir forsætisráðherra. Þessi ákvörðun væri beintengd hlutverki Íslands við kafbátaeftirlit sem hluta af skuldbindingum landsins við NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafi legið fyrir að umferð gæti aukist á hafinu í kringum Ísland. Bandarískar kafbátaleitarflugvélar koma reglulega til Keflavíkur í tengslum við eftirlitsstöðina með siglingu kafbáta sem fram fer á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/HMP Katrín segir að reikna megi með einhverri umræðu innan VG um að þessir kafbátar væru knúnir kjarnorku. Vinstri græn hafi hins vegar fallist á að sinna ákvæðum þjóðaröryggisstefnunnar allt frá upphafi stjórnarsamstarfsins. „Og það höfum við gert síðan. Ég hef ekki orðið vör við annað en félagar í VG hafi sýnt því sjónarmiði skilning þegar um er að ræða að leiða ríkisstjórnarsamstarf. Ekki hvað síst á tímum eins og við lifum núna þar sem stríð geisar í álfunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Greint var frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að bandarískum kafbátum sem knúðir eru kjarnorku verði heimilt að sækja þjónustu til Íslands til að taka vistir og hafa áhafnaskipti. Bátarnir munu koma upp á yfirborðið skammt frá landi í Helguvík en ekki leggjast að landi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir undirbúning fyrir komu bandarískra kafbáta hingað hafa staðið yfir í um eitt ár. Hún hafi átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna málsins.Vísir/Vlilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið hafa verið lengi í undirbúningi og hún átt náið samstarf við forsætisráðherra vegna þess. Þetta væri stórt og mikilvægt skref til sameiginlegra varna Íslands og NATO-ríkjanna. „Þar með eykur það bæði fælingarmátt og getu okkar til að sinna þessu eftirliti betur en áður,“ segir utanríkisráðherra. Eftirlit með umferð kafbáta fari nú þegar fram á Íslandi. Þjónusta sem þessi hafi um áratugaskeið farið fram í Noregi og koma bátanna hingað muni spara þeim nokkurra daga siglingu. „Þetta er unnið í nánu samstarfi við Geislavarnir ríkisins, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. Í hvert skipti sem þau vilja koma hingað upp þurfa þau að kalla eftir því við utanríkisráðuneytið og við þurfum að veita leyfi í hvert sinn. En þetta er ekki tímabundin heimild. Þetta er ný ákvörðun,“ segir Þórdís Kolbrún. Þannig viti íslensk stjórnvöld allaf með einhverjum fyrirvara hvenær von er á báti. Bandarískir kafbátar koma til um 150 hafna í 50 ríkjum. Þeir bátar sem sinna eftirliti í kringum Ísland munu ekki lengur þurfa að sigla til Noregs til að sækja vistir eða hafa áhafnaskipti, eftir að þeim var veitt heimild til að sigla inn í Helgvuvík.Getty Með þátttöku sinni i stjórnarsamstarfinu gengust Vinstri græn inn á að Ísland væri í NATO þótt flokkurinn sé á móti aðildinni. Veran í NATO væri hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. En Vinstri græn hafa einnig oft lagt fram frumvörp á Alþingi, sem þó hafa ekki náð í gegn, um að Ísland væri ekki einungis kjarnorkuvopnalaust heldur að hingað kæmu heldur ekki kjarnorkuknúin skip. Katrín Jakobsdóttir segir eftirlit með kafbátum nú þegar fara fram á Íslandi. Komu bandarískra eftirlitskafbáta hingað til lands megi skoða sem hluta af skuldbindingum Íslands innan NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin.Stöð 2/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa fengið góðan undirbúning. „Það liggur líka algerlega skýr fyrir sú afstaða sem samþykkt hefur verið í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, að íslenskt land og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum," segir forsætisráðherra. Þessi ákvörðun væri beintengd hlutverki Íslands við kafbátaeftirlit sem hluta af skuldbindingum landsins við NATO og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafi legið fyrir að umferð gæti aukist á hafinu í kringum Ísland. Bandarískar kafbátaleitarflugvélar koma reglulega til Keflavíkur í tengslum við eftirlitsstöðina með siglingu kafbáta sem fram fer á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/HMP Katrín segir að reikna megi með einhverri umræðu innan VG um að þessir kafbátar væru knúnir kjarnorku. Vinstri græn hafi hins vegar fallist á að sinna ákvæðum þjóðaröryggisstefnunnar allt frá upphafi stjórnarsamstarfsins. „Og það höfum við gert síðan. Ég hef ekki orðið vör við annað en félagar í VG hafi sýnt því sjónarmiði skilning þegar um er að ræða að leiða ríkisstjórnarsamstarf. Ekki hvað síst á tímum eins og við lifum núna þar sem stríð geisar í álfunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Hernaður Utanríkismál Tengdar fréttir Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9. september 2022 20:06
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47