Smith spilaði stöðu varnarmanns [e. defensive lineman] þau átta ár sem hann var í NFL. Hann var valinn af Jacksonville Jaguars í nýliðavalinu 2014. Árið 2017 fór hann til Cincinnati Bengals en ári síðar var hann mættir til Cleveland Browns og var þar í tvö ár.
We are deeply saddened by the passing of former Browns DE Chris Smith.
— Cleveland Browns (@Browns) April 18, 2023
Chris was one of the kindest people, teammates and friends we've had in our organization. Our thoughts and prayers are with his family during this difficult time. pic.twitter.com/K8HySW4erM
Smith lenti í miklu áfalli árið 2019 þegar þáverandi kærasta hans, Petara Cordero, lést í bílslysi skömmu eftir að hafa fætt þeirra fyrsta barn. Eftir það skipti Smith reglulega um lið.
Eftir að hann yfirgaf Browns samdi hann við Caroline Panthers en entist stutt. Þaðan fór hann til Las Vegas Raiders, Baltimore Ravens og á endanum Houston Texans árið 2021. Fyrr á þessu ári samdi hann svo við Seattle Sea Dragons sem spila í XFL-deildinni.
A leader on the field, and a friend to all he played with.
— NFL Films (@NFLFilms) April 18, 2023
Rest in peace Chris Smith. pic.twitter.com/Az6Bx3tyhf
Smith hefur verið lýst sem miklum öðling, góðum samherja og manni sem gaf mikið til samfélagsins. Studdi hann ýmis góðgerðamál sem og skólastarf þar sem hann bjó.