Kane og Mourinho á óskalista PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 09:30 Gætu þessir tveir verið á leið til Parísar? EPA-EFE/Lynne Cameron Það stefnir í töluverðar breytingar hjá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain í sumar. Lionel Messi er talinn vera á leið heim til Katalóníu en í hans stað vilja forráðamenn PSG fá enska framherjann Harry Kane. Þá er talið að José Mourinho gæti verið næsti þjálfari liðsins. Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar. Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira