Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2023 18:14 Íslensk stjórnvöld stefna á 55% samdrátt í losun fyrir 2030. Stærsti einstaki þátturinn í því eru vegasamgöngur. Mikið verk er fyrir hendi hjá ríkisstjórn sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á sæti í ef marka má framreikning Umhverfisstofnunar á áhrifum núverandi aðgerða til að draga úr losun. Vísir/samsett Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Umhverfisstofnun kynnti mat sitt á árangri af staðfestum og fjármögnuðum loftslagsaðgerðum stjórnvalda í dag. Hún telur aðgerðirnar skila 24 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005. Það er víðsfjarri þeim 55 prósent samdrætti sem ríkisstjórnin stefnir að í stjórnarsáttmála sínum. Núverandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs um 29 prósent gæti verið innan seilingar ef stjórnvöld nýta sér sveigjanleika sem er til staðar í uppgjörinu. Evrópusambandið hefur hins vegar nú þegar hert markmið sitt og stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði hefur ekki enn verið ákvörðuð en gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, segir losunarmarkmið Íslands afar metnaðarfull. Ljóst hafi verið frá fyrsta degi að vinna þyrfti skipulega og hratt til þess að ná þeim. Hann telur ekki tímabært að meta hvort að markmiðin náist eða ekki. „Þetta er ekki tímapunkturinn til þess að kveða upp úr um það. Það er skammur tími til stefnu og við munum sjá það á næstu misserum. Skilaboð mín eru skýr: við þurfum að hlaupa hraðar og standa okkur betur. Við verðum að ná þessu af mörgum ástæðum, meðal annars því það er beinn kostnaður við að gera það ekki,“ segir ráðherrann í samtali við Vísi. Vísar ráðherrann til þess að íslensk stjórnvöld þurfi nú að greiða um 800 milljónir króna í losunarheimildir vegna þess að þau stóðu ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, undanfara Parísarsamkomulagsins. Nái Ísland ekki að standa við nýjustu skuldbindingar sínar þurfi það að greiða fyrir losunarheimildir árlega og með mun meiri kostnaði. Ný aðgerðaáætlun vonandi fyrir jól Framreikningur Umhverfisstofnunar byggir á núgildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem var kynnt árið 2020. Nú er unnið að nýrri áætlun sem stendur til að kynna á næstu misserum. Guðlaugur Þór segir að þar séu margar aðgerðir sem komi til framkvæmda á næstu árum sem hjálpi til við að ná settum markmiðum. Vinna við margar þeirra sé á lokametrunum. Stærstu þættirnir í losun á beinni ábyrgð Íslands eru vegasamgöngur, landbúnaður og sjávarútvegur. Stóriðja og landnotkun er þar undanskilin. Á meðal væntanlegra aðgerða sem Guðlaugur Þór nefnir er útfösun bensín- og dísilbíla. Ríkisstjórnin liðki fyrir orkuskiptunum með því að rjúfa kyrrstöðu um græna orku, meðal annars með samþykkt rammaáætlunar, einföldun regluverks um stækkun virkjana og um orkusparandi aðgerðir. Engin töfralausn sé þó til þess að Íslands nái loftslagsmarkmiðum sínum. „Það er ekki eitthvað eitt stórt sem mun leysa málin. Það skiptir til dæmis gríðarlegu máli hvernig tekst til með stóru bílana, fiskiskipin og ferjurnar okkar. Þegar þetta kemur allt saman þá skiptir það máli,“ segir hann. Guðlaugur Þór þorir ekki að fullyrða hvenær ný aðgerðaáætlun verður lögð fram. Hann vonist til þess að hún komi fram fyrir jól en í það minnsta verði stöðuskýrsla um árangur af núverandi áætlun kynnt í haust. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ segir ráðherrann. Markmið sem standist engin alþjóðleg viðmið Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ljóst að ekki hafi verið nóg gert og losun haldi áfram að aukast. „Það er mjög slæmt, bæði fyrir Ísland og það sem við eigum að standa fyrir,“ segir hann. Hraða þurfi aðgerðum eins og að fasa út bensín- og dísilbíla og flýta uppbyggingu borgarlínu til þess að almennilegar almenningssamgöngur fáist í höfuðborginni. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur best fyrir ríkisstjórnina að taka út markmið sitt um 55 prósent samdrátt í losun. Engin viti hvernig eigi að hrinda því í framkvæmdVísir/Sigurjón Þá gagnrýnir Árni sjálfstæða 55% markmið ríkisstjórnarinnar. Það sé séríslenskt fyrirbæri sem eigi sér ekki stoð í neinu öðru en stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Markmiðið sé heimatilbúið og standist engin alþjóðleg viðmið. „Það hljómar meira eins og málamiðlun [á milli ríkisstjórnarflokkanna] frekar en skýrt markmið. Það er ekkert komið fram um hvernig eigi að ná þessu markmiði,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Umhverfisstofnun kynnti mat sitt á árangri af staðfestum og fjármögnuðum loftslagsaðgerðum stjórnvalda í dag. Hún telur aðgerðirnar skila 24 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005. Það er víðsfjarri þeim 55 prósent samdrætti sem ríkisstjórnin stefnir að í stjórnarsáttmála sínum. Núverandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs um 29 prósent gæti verið innan seilingar ef stjórnvöld nýta sér sveigjanleika sem er til staðar í uppgjörinu. Evrópusambandið hefur hins vegar nú þegar hert markmið sitt og stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði hefur ekki enn verið ákvörðuð en gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, segir losunarmarkmið Íslands afar metnaðarfull. Ljóst hafi verið frá fyrsta degi að vinna þyrfti skipulega og hratt til þess að ná þeim. Hann telur ekki tímabært að meta hvort að markmiðin náist eða ekki. „Þetta er ekki tímapunkturinn til þess að kveða upp úr um það. Það er skammur tími til stefnu og við munum sjá það á næstu misserum. Skilaboð mín eru skýr: við þurfum að hlaupa hraðar og standa okkur betur. Við verðum að ná þessu af mörgum ástæðum, meðal annars því það er beinn kostnaður við að gera það ekki,“ segir ráðherrann í samtali við Vísi. Vísar ráðherrann til þess að íslensk stjórnvöld þurfi nú að greiða um 800 milljónir króna í losunarheimildir vegna þess að þau stóðu ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, undanfara Parísarsamkomulagsins. Nái Ísland ekki að standa við nýjustu skuldbindingar sínar þurfi það að greiða fyrir losunarheimildir árlega og með mun meiri kostnaði. Ný aðgerðaáætlun vonandi fyrir jól Framreikningur Umhverfisstofnunar byggir á núgildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem var kynnt árið 2020. Nú er unnið að nýrri áætlun sem stendur til að kynna á næstu misserum. Guðlaugur Þór segir að þar séu margar aðgerðir sem komi til framkvæmda á næstu árum sem hjálpi til við að ná settum markmiðum. Vinna við margar þeirra sé á lokametrunum. Stærstu þættirnir í losun á beinni ábyrgð Íslands eru vegasamgöngur, landbúnaður og sjávarútvegur. Stóriðja og landnotkun er þar undanskilin. Á meðal væntanlegra aðgerða sem Guðlaugur Þór nefnir er útfösun bensín- og dísilbíla. Ríkisstjórnin liðki fyrir orkuskiptunum með því að rjúfa kyrrstöðu um græna orku, meðal annars með samþykkt rammaáætlunar, einföldun regluverks um stækkun virkjana og um orkusparandi aðgerðir. Engin töfralausn sé þó til þess að Íslands nái loftslagsmarkmiðum sínum. „Það er ekki eitthvað eitt stórt sem mun leysa málin. Það skiptir til dæmis gríðarlegu máli hvernig tekst til með stóru bílana, fiskiskipin og ferjurnar okkar. Þegar þetta kemur allt saman þá skiptir það máli,“ segir hann. Guðlaugur Þór þorir ekki að fullyrða hvenær ný aðgerðaáætlun verður lögð fram. Hann vonist til þess að hún komi fram fyrir jól en í það minnsta verði stöðuskýrsla um árangur af núverandi áætlun kynnt í haust. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ segir ráðherrann. Markmið sem standist engin alþjóðleg viðmið Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ljóst að ekki hafi verið nóg gert og losun haldi áfram að aukast. „Það er mjög slæmt, bæði fyrir Ísland og það sem við eigum að standa fyrir,“ segir hann. Hraða þurfi aðgerðum eins og að fasa út bensín- og dísilbíla og flýta uppbyggingu borgarlínu til þess að almennilegar almenningssamgöngur fáist í höfuðborginni. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur best fyrir ríkisstjórnina að taka út markmið sitt um 55 prósent samdrátt í losun. Engin viti hvernig eigi að hrinda því í framkvæmdVísir/Sigurjón Þá gagnrýnir Árni sjálfstæða 55% markmið ríkisstjórnarinnar. Það sé séríslenskt fyrirbæri sem eigi sér ekki stoð í neinu öðru en stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Markmiðið sé heimatilbúið og standist engin alþjóðleg viðmið. „Það hljómar meira eins og málamiðlun [á milli ríkisstjórnarflokkanna] frekar en skýrt markmið. Það er ekkert komið fram um hvernig eigi að ná þessu markmiði,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira