Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 00:08 Jón Gunnarsson hefur lagt fram frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. vísir/vilhelm Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni. Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Ein breyting á stjórn sem stefnt er á að leggja niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni.
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Ein breyting á stjórn sem stefnt er á að leggja niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Sjá meira