Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 12:37 Þórdís Kolbrún mælti fyrir frumvarpinu í gær. vísir/vilhelm Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum. Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum.
Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira