„Þetta er afturför um heilan áratug“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 15:00 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34