Handbolti

Ísland með frændum vorum Færeyingum í riðli

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn íslenksa liðsins voru nokkuð heppnar með riðil. 
Leikmenn íslenksa liðsins voru nokkuð heppnar með riðil.  Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í riðli með Svíþjóð, Færeyjar og Lúxemburg í undankeppni EM 2024 kvenna sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári.

Dregið var í átta riðla í undankeppninni í dag en tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í lokakeppni Evrópumótsins ásamt þeim fjórum liðum með bestan árangur liðanna í þriðja sæti.

Stelpurnar okkar voru í 2. styrkleikaflokki í dag og drógust þær í riðil 7 og andstæðingar þeirra í undankeppninni verða Svíþjóð úr 1. styrkleikaflokki, Færeyjar úr þeim þriðja og Lúxemburg úr fjórða og neðsta styrkleika.

Leikjaniðurröðun íslenska liðsins verður birt á næstu dögum. Ísland laut nýverið í lægra haldi fyrir Ungverjalandi í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem sem spilað verður í desember seinna á þessu ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×