Toppliðið bjargaði stigi gegn botnliðinu 21. apríl 2023 21:12 Bukayo Saka skoraði jöfnunarmark Arsenal. Julian Finney/Getty Images Arsenal og Southampton, topp- og botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Minnstu mátti muna að botnliðið tæki stigin þrjú, en staðan var 1-3 þegar örfáar mínútur voru til leiksloka. Gestirnir í Southampton fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Aaron Ramdale, markvörður Arsenal, gaf þeim mark á silfurfati eftir rétt rúmlega tuttugu sekúndna leik. Hann gaf boltann þá á Carlos Jonas Alcaraz sem þakkaði fyrir sig með því að setja boltann í autt netið. Gamli Arsenal-maðurinn Theo Walcott bætti svo öðru marki gestanna við á 14. mínútu áður en Gabriel Martinelli minnkaði muninn fyrir heimamenn sex mínútum síðar og staðan var því 1-2 þegar flautað var til hálfleiks. Þrátt fyrir stífa sókn heimamanna í síðari hálfleik voru það gestirnir sem bættu þriðja marki sínu við á 66. mínútu þegar varamaðurinn Duje Caleta-Car skallaði boltann í netið. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu heim með stigin þrjú, en Martin Ødegaard kveikti vonarneista með marki á 88. míníutu áður en Bukayo Saka bjargaði stigi fyrir heimamenn á fyrstu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli og Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur þó leikið tveimur leikjum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti. Southampton situr hins vegar sem fastast á botninum með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Arsenal og Southampton, topp- og botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Minnstu mátti muna að botnliðið tæki stigin þrjú, en staðan var 1-3 þegar örfáar mínútur voru til leiksloka. Gestirnir í Southampton fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Aaron Ramdale, markvörður Arsenal, gaf þeim mark á silfurfati eftir rétt rúmlega tuttugu sekúndna leik. Hann gaf boltann þá á Carlos Jonas Alcaraz sem þakkaði fyrir sig með því að setja boltann í autt netið. Gamli Arsenal-maðurinn Theo Walcott bætti svo öðru marki gestanna við á 14. mínútu áður en Gabriel Martinelli minnkaði muninn fyrir heimamenn sex mínútum síðar og staðan var því 1-2 þegar flautað var til hálfleiks. Þrátt fyrir stífa sókn heimamanna í síðari hálfleik voru það gestirnir sem bættu þriðja marki sínu við á 66. mínútu þegar varamaðurinn Duje Caleta-Car skallaði boltann í netið. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu heim með stigin þrjú, en Martin Ødegaard kveikti vonarneista með marki á 88. míníutu áður en Bukayo Saka bjargaði stigi fyrir heimamenn á fyrstu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli og Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur þó leikið tveimur leikjum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti. Southampton situr hins vegar sem fastast á botninum með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti