Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33 - 22 KA/Þór | Stjarnan sendi KA/Þór í sumarfrí Dagur Lárusson skrifar 23. apríl 2023 15:15 vísir/diego Stjarnan sendi lið KA/Þórs í sumarfrí með sigri í oddaleik liðanna í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Stjörnunnar, 33-22, í leik sem var í raun aldrei í hættu. Stjarnan er komin í undanúrslit í úrslitakeppni Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur í oddaleik gegn KA/Þór í dag. Stjarnan hafði betur í fyrstu viðureign liðanna þann 17.apríl á meðan KA/Þór fór létt með Stjörnuna í síðasta leik og því þurfti að grípa til oddaleiks. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 3-0 eftir aðeins tæpar tvær mínútur og á sama tíma virtust gestirnir ekki sjá til sólar og Andri var kominn með leikhlés spjaldið í hendurnar rétt áður en Ida kom þeim á blað og eftir það var leikurinn mikið jafnari en Stjarnan þó alltaf skrefi á undan. Staðan í hálfleik var 14-10 og því gat ennþá allt gerst en það varð ljóst heldur snemma í seinni hálfleiknum í hvað stefndi því Stjarnan setti í fluggírinn. Þegar aðeins um sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 19-13 og Andri tók þá leikhlé fyrir sitt lið. Það virtist þó skila litlu þar sem Stjarnan hélt áfram að stækka forskot sitt. Þegar um korter var eftir af leiknum var Hrannar búinn að taka lykilleikmenn eins og Elísabetu, Önnu Karen, Evu Björk og Hönnu Guðrúnu úr leiknum og leyfði yngri leikmönnum að spila og það virtist ekki breyta neinu, Stjarnan hélt einfaldlega áfram að bæta við forskot sitt. Að lokum var staðan 33-22 og því ellefu marka sigur Stjörnunnar staðreynd og mun liðið mæta Val í undanúrslitunum. Af hverju vann Stjarnan? Gæðin í liðið Stjörnunnar voru of mikil fyrir gestina í dag að mínu mati. KA/Þór var auðvitað án Rutar og það munar um hana. En Stjarnan spilaði frábæran sóknarleik sem og varnarleik allan leikinn. Hverjir stóðu uppúr? Enn og aftur reyndist Darija í markinu mikilvæg Stjörnunni en hún varði tólf skot og oftar en ekki varði hún og sendi boltann strax upp í hraðaupphlaup sem skilaði marki. Svo eins og vanalega var Helena Rut frábær í liði Stjörnunnar, bæði sóknarlega og varnarlega. Hvað fór illa? Gestirnir virtust gefast upp um miðbik seinni hálfleiksins, það var auðvitað á brattann að sækja en leikurinn var samt sem áður ekki unninn á þeim tímapunkti. Hvað gerist næst? KA/Þór er komið í sumarfrí á meðan Stjarnan mætir Val í undanúrslitunum. Hrannar Guðmundsson: Við skuldum sigur gegn Val Hrannar Guðmundsson þjálfari StjörnunnarVísir/Hulda Margrét „Já ég myndi segja að allt hafi gengið upp í dag, við vorum bara frábærar frá A-Ö,“ byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er hrikalega ánægður með það hvernig við svöruðum síðasta leik. Við mættum hérna grjótharðar, geggjaður leikur og frábær stemning,“ hélt Hrannar áfram. Hrannar talaði sérstaklega um vörnina í leiknum. „Vörnin okkar var auðvitað frábær og síðan náðum við líka upp góðum sóknarleik á köflum, til dæmis mikið af hraðaupphlaupum sem við náðum sem ég er mjög ánægður með því það er svolítið búið að vera okkar merki í vetur.“ Hrannar ákvað að hvíla lykilleikmenn um miðbik seinni hálfleiksins og gaf yngri stelpunum gott tækifæri. „“Já það er frábært að þær geti komið inn í þetta og skilað sínu, þær voru að skora og nýta tækifærin sín þannig það var frábært að sjá það.“ Stjarnan mun nú mæta Val í næstu viðureign en Hrannar segir að liðið sitt skuldi sigur á Val. „Þetta verður hörku einvígi, við skuldum sigur gegn Val í vetur þannig þetta verður tíminn til þess,“ endaði Hrannar á að segja. Andri Snær Stefánsson: Við ætlum ekki að fela okkur bakvið einhver meiðsli Andri Snær er þjálfari KA/ÞórVísir/Hulda Margrét „Ég er rosalega súr með það hvernig við spiluðum þennan leik,“ byrjaði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs að segja eftir leik. „Við vorum undir á öllum vígstöðum í dag, Stjarnan var að leiða allan leikinn og við þar með að elta og þær áttu einfaldlega sigurinn skilið,“ hélt Andri Snær áfram. Andri Snær talaði um tapaða bolta og glötuð tækifæri á að ná hraðaupphlaupum þegar hann var spurður út í það hvar leikurinn tapaðist. „Við áttum of mikið af töpuðum boltum í fyrri hálfleik og það var mikið um glötuð tækifæri á því að keyra upp í hraðaupphlaup, þar liggur svolítið munurinn og við vorum sjálfum okkur verstar þar. En í seinni hálfleiknum þá var spennustigið einfaldlega ekki nógu gott þar sem við vorum að elta og lentum í vandræðum út frá því. Allt í einu var Stjarnan komin með gott forskot og við þurftum að bregðast við, reyndum mikið af hlutum sem gengu ekki upp og því fór sem fór.“ KA/Þór var án Rutar Jónsdóttur í leiknum sem og fleiri leikmanna og þannig hefur staðan verið oft á tíðum hjá liðinu í vetur og vildi Andri meina að liðið hafi verið svolítið óheppið varðandi meiðsli en vildi þó ekki fela sig bakvið það. „Já við vorum án stórra pósta í þessum leik sem og í vetur sem hefðu getað nýst okkur vel eins og til dæmis Rut. En við ætlum ekkert að fela okkur bakvið það því við vissum þetta og við ætluðum að koma hingað í dag og vinna og þess vegna er ég mjög súr núna,“ endaði Andri á segja. Helena Rut: Þegar vörnin smellur þá fylgir allt annað Helena Rut í leik með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Helena Rut Örvarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á KA/Þór í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. „Já ég myndi segja að allt hafi gengið upp í dag á meðan að það gekk eiginlega ekkert upp í síðasta leik,“ byrjaði Helena á að segja. „Við þurfum heldur betur að svara fyrir okkur eftir síðasta leik og þess vegna var gott að það small allt í dag og þá sérstaklega varnarlega séð því þá fáum við hraðaupphlaupin sem skipta okkur svo miklu máli,“ hélt Helena áfram. „Í leiknum fyrir norðan vorum við að gera mikið af mistökum vegna þess að við vorum ekki með einbeitingu í vörninni, vorum ekki að hjálpa hvor annarri, vorum ekki samstilltar en í dag var það allt öðruvísi. Um leið og vörnin kemur hjá okkur þá fylgir allt annað eins og Darija sem var geggjuð fyrir aftan okkur.“ Helena tók síðan undir orð þjálfara síns varðandi það að þær skuldi sigur gegn Val. „Heldur betur, ég tek undir þau orð. Við erum búnar að spila vel gegn Val í vetur og þá sérstaklega í síðasta heima leiknum gegn þeim, þar áttum við klárlega að vinna. Þannig við mætum þeim með blóðið á tönnunum,“endaði Helena Rut, fyrirliði Stjörnunnar, að segja eftir leik. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri
Stjarnan sendi lið KA/Þórs í sumarfrí með sigri í oddaleik liðanna í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Stjörnunnar, 33-22, í leik sem var í raun aldrei í hættu. Stjarnan er komin í undanúrslit í úrslitakeppni Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur í oddaleik gegn KA/Þór í dag. Stjarnan hafði betur í fyrstu viðureign liðanna þann 17.apríl á meðan KA/Þór fór létt með Stjörnuna í síðasta leik og því þurfti að grípa til oddaleiks. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 3-0 eftir aðeins tæpar tvær mínútur og á sama tíma virtust gestirnir ekki sjá til sólar og Andri var kominn með leikhlés spjaldið í hendurnar rétt áður en Ida kom þeim á blað og eftir það var leikurinn mikið jafnari en Stjarnan þó alltaf skrefi á undan. Staðan í hálfleik var 14-10 og því gat ennþá allt gerst en það varð ljóst heldur snemma í seinni hálfleiknum í hvað stefndi því Stjarnan setti í fluggírinn. Þegar aðeins um sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 19-13 og Andri tók þá leikhlé fyrir sitt lið. Það virtist þó skila litlu þar sem Stjarnan hélt áfram að stækka forskot sitt. Þegar um korter var eftir af leiknum var Hrannar búinn að taka lykilleikmenn eins og Elísabetu, Önnu Karen, Evu Björk og Hönnu Guðrúnu úr leiknum og leyfði yngri leikmönnum að spila og það virtist ekki breyta neinu, Stjarnan hélt einfaldlega áfram að bæta við forskot sitt. Að lokum var staðan 33-22 og því ellefu marka sigur Stjörnunnar staðreynd og mun liðið mæta Val í undanúrslitunum. Af hverju vann Stjarnan? Gæðin í liðið Stjörnunnar voru of mikil fyrir gestina í dag að mínu mati. KA/Þór var auðvitað án Rutar og það munar um hana. En Stjarnan spilaði frábæran sóknarleik sem og varnarleik allan leikinn. Hverjir stóðu uppúr? Enn og aftur reyndist Darija í markinu mikilvæg Stjörnunni en hún varði tólf skot og oftar en ekki varði hún og sendi boltann strax upp í hraðaupphlaup sem skilaði marki. Svo eins og vanalega var Helena Rut frábær í liði Stjörnunnar, bæði sóknarlega og varnarlega. Hvað fór illa? Gestirnir virtust gefast upp um miðbik seinni hálfleiksins, það var auðvitað á brattann að sækja en leikurinn var samt sem áður ekki unninn á þeim tímapunkti. Hvað gerist næst? KA/Þór er komið í sumarfrí á meðan Stjarnan mætir Val í undanúrslitunum. Hrannar Guðmundsson: Við skuldum sigur gegn Val Hrannar Guðmundsson þjálfari StjörnunnarVísir/Hulda Margrét „Já ég myndi segja að allt hafi gengið upp í dag, við vorum bara frábærar frá A-Ö,“ byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er hrikalega ánægður með það hvernig við svöruðum síðasta leik. Við mættum hérna grjótharðar, geggjaður leikur og frábær stemning,“ hélt Hrannar áfram. Hrannar talaði sérstaklega um vörnina í leiknum. „Vörnin okkar var auðvitað frábær og síðan náðum við líka upp góðum sóknarleik á köflum, til dæmis mikið af hraðaupphlaupum sem við náðum sem ég er mjög ánægður með því það er svolítið búið að vera okkar merki í vetur.“ Hrannar ákvað að hvíla lykilleikmenn um miðbik seinni hálfleiksins og gaf yngri stelpunum gott tækifæri. „“Já það er frábært að þær geti komið inn í þetta og skilað sínu, þær voru að skora og nýta tækifærin sín þannig það var frábært að sjá það.“ Stjarnan mun nú mæta Val í næstu viðureign en Hrannar segir að liðið sitt skuldi sigur á Val. „Þetta verður hörku einvígi, við skuldum sigur gegn Val í vetur þannig þetta verður tíminn til þess,“ endaði Hrannar á að segja. Andri Snær Stefánsson: Við ætlum ekki að fela okkur bakvið einhver meiðsli Andri Snær er þjálfari KA/ÞórVísir/Hulda Margrét „Ég er rosalega súr með það hvernig við spiluðum þennan leik,“ byrjaði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs að segja eftir leik. „Við vorum undir á öllum vígstöðum í dag, Stjarnan var að leiða allan leikinn og við þar með að elta og þær áttu einfaldlega sigurinn skilið,“ hélt Andri Snær áfram. Andri Snær talaði um tapaða bolta og glötuð tækifæri á að ná hraðaupphlaupum þegar hann var spurður út í það hvar leikurinn tapaðist. „Við áttum of mikið af töpuðum boltum í fyrri hálfleik og það var mikið um glötuð tækifæri á því að keyra upp í hraðaupphlaup, þar liggur svolítið munurinn og við vorum sjálfum okkur verstar þar. En í seinni hálfleiknum þá var spennustigið einfaldlega ekki nógu gott þar sem við vorum að elta og lentum í vandræðum út frá því. Allt í einu var Stjarnan komin með gott forskot og við þurftum að bregðast við, reyndum mikið af hlutum sem gengu ekki upp og því fór sem fór.“ KA/Þór var án Rutar Jónsdóttur í leiknum sem og fleiri leikmanna og þannig hefur staðan verið oft á tíðum hjá liðinu í vetur og vildi Andri meina að liðið hafi verið svolítið óheppið varðandi meiðsli en vildi þó ekki fela sig bakvið það. „Já við vorum án stórra pósta í þessum leik sem og í vetur sem hefðu getað nýst okkur vel eins og til dæmis Rut. En við ætlum ekkert að fela okkur bakvið það því við vissum þetta og við ætluðum að koma hingað í dag og vinna og þess vegna er ég mjög súr núna,“ endaði Andri á segja. Helena Rut: Þegar vörnin smellur þá fylgir allt annað Helena Rut í leik með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Helena Rut Örvarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á KA/Þór í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. „Já ég myndi segja að allt hafi gengið upp í dag á meðan að það gekk eiginlega ekkert upp í síðasta leik,“ byrjaði Helena á að segja. „Við þurfum heldur betur að svara fyrir okkur eftir síðasta leik og þess vegna var gott að það small allt í dag og þá sérstaklega varnarlega séð því þá fáum við hraðaupphlaupin sem skipta okkur svo miklu máli,“ hélt Helena áfram. „Í leiknum fyrir norðan vorum við að gera mikið af mistökum vegna þess að við vorum ekki með einbeitingu í vörninni, vorum ekki að hjálpa hvor annarri, vorum ekki samstilltar en í dag var það allt öðruvísi. Um leið og vörnin kemur hjá okkur þá fylgir allt annað eins og Darija sem var geggjuð fyrir aftan okkur.“ Helena tók síðan undir orð þjálfara síns varðandi það að þær skuldi sigur gegn Val. „Heldur betur, ég tek undir þau orð. Við erum búnar að spila vel gegn Val í vetur og þá sérstaklega í síðasta heima leiknum gegn þeim, þar áttum við klárlega að vinna. Þannig við mætum þeim með blóðið á tönnunum,“endaði Helena Rut, fyrirliði Stjörnunnar, að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti