Umfjöllun og viðtöl: KA 0-0 Keflavík | Stigunum skipt á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 19:31 vísir/diego KA og Keflavík skiptu með sér stigunum í afar bragðdaufum leik þegar að liðin mættust á Akureyri fyrr í dag í Bestu deild karla. Niðurstaðan markalaust jafntefli. KA byrjaði leikinn ágætlega en það voru gestirnir sem áttu fyrsta færi leiksins á 12. mínútu leiksins. Sami Kamel sem var frábær á vinstri væng gestanna nýti sér mistök Þorra Mar Þórisson í vörn KA en Steinþór Már Auðunsson gerði vel í marki KA að verja. Keflavík náði hægt og rólega völdunum á vellinum, lágu vel til baka, gáfu fá færi á sér og keyrðu í skyndisóknir þegar við átti og voru þær oft stórhættulega. Ein svoleiðis kom á 26. mínútu þegar Stefan Alexander Ljubicic slapp í gegn en aftur gerði Steinþór vel í markinu, stuttu seinna átti Sindri Snær Magnússon skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og KA menn stálheppnir. Áður en hálfleikurinn var úti kom aftur skyndisókn frá gestunum sem lauk með skoti frá Sami Kamel en Steinþór vel á verði og heimamenn eins og áður sagði heppnir að leikar voru jafnir í hálfleik. Á 60. mínútu síðari hálfleiks kom hættulegasta færi KA manna. Pætur Petersen var þá nýkomin inn á völlinn og tókst að valda usla en boltinn endaði að lokum hjá Hallgrími Mar sem tók skot sem söng í slánni. Bjarni Aðalssteinson náði boltanum eftir sláarskotið og skaut á markið en Mathias Rosenorn sýndi frábæra takta og kom í veg fyrir mark, sjónvarpsvarsla af bestu gerð. Gestirnir virtust vera sáttir við stigið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Raðirnar voru þéttar fyrir framan markið og heimamenn náðu ekki að ógna markinu neitt að viti eftir marktilraunina og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Afhverju var jafntefli? Keflavík lagði upp með að vera afskaplega þéttir sem og þeir voru. KA menn komstu lítið áleiðis gegn þéttri vörn gestanna sem virtu sannarlega stigið en hefðu vel geta unnið þennan leik enda skyndisóknir þeirra í leiknum stórhættulega, þar mega heimamenn þakka fyrir að Steinþór Már greip vel inn í þegar þurfti. Hverjar stóðu upp úr? Varnarlína Keflavíkur eins og hún leggur sig var frábær í leiknum með fyrirliðann Ígnacio Heras Anglada í broddi fylkingar. Sami Kamel var frábær á vinsti vængum og átti KA í miklu basli með hraðan hans þá átti Daníel Gylfason góðan leik. Steinþór Már Auðunsson markmaður KA var frábær í leiknum og greip vel inn í þegar þurfti og kom í raun fyrir að Keflavík skoraði í fyrri hálfleik. Þá átti Hallgrímur Mar sýnar ripsur í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA var ekki til útflutnings í dag, spilið var hægt og fyrirsjáanlegt og fátt sem benti til þess að þeir næðu að prjóna sig í gegnum vörn Keflavíkur. Hvað gerist næst? KA spilar sinn fyrsta útileik í deild þegar þeir mæta Víking R. og þá fær Keflavík heimaleik á móti ÍBV. Sigurður Ragnar: Lögðum upp með jafntefli Sigurður Ragnar Eyjólfsson hér til hægriVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er gott stig á útivelli á móti góðu liði, ég er mjög sáttur við mína menn,“ sagði Sigurður Ragnar þjálfari Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik sem var frábært en við lögðum upp með að vera þéttir varnarlega og það gekk upp. Það var góð vinnsla í liðinu og gott skipulag, menn höfðu fyrir þessu inn á vellinum í dag.“ Keflavík fór í framlengingu í bikarleiknum í síðustu viku og því sumir orðnir tómir á tanknum undir lok leiks. „Síðasti leikur var fyrir fjórum dögum sem fór í framlengingu þannig við vorum orðnir þreyttir í lokin en þá komu bara ferskir menn inn sem stóðu sig mjög vel þannig ég er sáttur.“ Keflavík fékk þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik. „Við höfum farið dálítið illa með færin okkar hingað til í sumar en við lögðum upp með að taka jafntefli hér á útivelli sem væru þá fín úrslit, sérstaklega ef við náum úrslitum í næstu leikjum. Það voru meiðsli og svo þessi síðasti leikur sem fór í framlengingu þannig gott að ná í þetta stig hér.“ Það varð mikil æsingur undir lok leiks þar sem Ívar Örn Árnason braut á Jordan Smylie og úr varð mikil þyrping og taldi Sigurður að Ívar hefði slegið Smylie. „Við þjálfarar teljum okkur alltaf sjá betur en dómaratríóið, mér fannst vera slegið til okkar leikmanns þegar hann sat í grasinu. Ég á eftir að sjá atvikið aftur en við erum ekki alltaf sammála við þjálfararnir en við tókumst síðan í hendur í lokin en það var hiti í mönnum hér í dag, hörkubarátta í þessum leik og flott tilþrif.“ Framundan er heimaleikur á móti ÍBV „Ég heyrði að ÍBV hafi verið að vinna Breiðablik og tveir A landsliðsmenn frá Jamaíka annað hvort komnir eða á leið til þeirra. Þetta verður bara hörku erfiður leikur eins og aðrir leikir í þessari deild. Við tökum bara hvern leik fyrir sig. “ Besta deild karla KA Keflavík ÍF
KA og Keflavík skiptu með sér stigunum í afar bragðdaufum leik þegar að liðin mættust á Akureyri fyrr í dag í Bestu deild karla. Niðurstaðan markalaust jafntefli. KA byrjaði leikinn ágætlega en það voru gestirnir sem áttu fyrsta færi leiksins á 12. mínútu leiksins. Sami Kamel sem var frábær á vinstri væng gestanna nýti sér mistök Þorra Mar Þórisson í vörn KA en Steinþór Már Auðunsson gerði vel í marki KA að verja. Keflavík náði hægt og rólega völdunum á vellinum, lágu vel til baka, gáfu fá færi á sér og keyrðu í skyndisóknir þegar við átti og voru þær oft stórhættulega. Ein svoleiðis kom á 26. mínútu þegar Stefan Alexander Ljubicic slapp í gegn en aftur gerði Steinþór vel í markinu, stuttu seinna átti Sindri Snær Magnússon skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og KA menn stálheppnir. Áður en hálfleikurinn var úti kom aftur skyndisókn frá gestunum sem lauk með skoti frá Sami Kamel en Steinþór vel á verði og heimamenn eins og áður sagði heppnir að leikar voru jafnir í hálfleik. Á 60. mínútu síðari hálfleiks kom hættulegasta færi KA manna. Pætur Petersen var þá nýkomin inn á völlinn og tókst að valda usla en boltinn endaði að lokum hjá Hallgrími Mar sem tók skot sem söng í slánni. Bjarni Aðalssteinson náði boltanum eftir sláarskotið og skaut á markið en Mathias Rosenorn sýndi frábæra takta og kom í veg fyrir mark, sjónvarpsvarsla af bestu gerð. Gestirnir virtust vera sáttir við stigið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Raðirnar voru þéttar fyrir framan markið og heimamenn náðu ekki að ógna markinu neitt að viti eftir marktilraunina og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Afhverju var jafntefli? Keflavík lagði upp með að vera afskaplega þéttir sem og þeir voru. KA menn komstu lítið áleiðis gegn þéttri vörn gestanna sem virtu sannarlega stigið en hefðu vel geta unnið þennan leik enda skyndisóknir þeirra í leiknum stórhættulega, þar mega heimamenn þakka fyrir að Steinþór Már greip vel inn í þegar þurfti. Hverjar stóðu upp úr? Varnarlína Keflavíkur eins og hún leggur sig var frábær í leiknum með fyrirliðann Ígnacio Heras Anglada í broddi fylkingar. Sami Kamel var frábær á vinsti vængum og átti KA í miklu basli með hraðan hans þá átti Daníel Gylfason góðan leik. Steinþór Már Auðunsson markmaður KA var frábær í leiknum og greip vel inn í þegar þurfti og kom í raun fyrir að Keflavík skoraði í fyrri hálfleik. Þá átti Hallgrímur Mar sýnar ripsur í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA var ekki til útflutnings í dag, spilið var hægt og fyrirsjáanlegt og fátt sem benti til þess að þeir næðu að prjóna sig í gegnum vörn Keflavíkur. Hvað gerist næst? KA spilar sinn fyrsta útileik í deild þegar þeir mæta Víking R. og þá fær Keflavík heimaleik á móti ÍBV. Sigurður Ragnar: Lögðum upp með jafntefli Sigurður Ragnar Eyjólfsson hér til hægriVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er gott stig á útivelli á móti góðu liði, ég er mjög sáttur við mína menn,“ sagði Sigurður Ragnar þjálfari Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik sem var frábært en við lögðum upp með að vera þéttir varnarlega og það gekk upp. Það var góð vinnsla í liðinu og gott skipulag, menn höfðu fyrir þessu inn á vellinum í dag.“ Keflavík fór í framlengingu í bikarleiknum í síðustu viku og því sumir orðnir tómir á tanknum undir lok leiks. „Síðasti leikur var fyrir fjórum dögum sem fór í framlengingu þannig við vorum orðnir þreyttir í lokin en þá komu bara ferskir menn inn sem stóðu sig mjög vel þannig ég er sáttur.“ Keflavík fékk þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik. „Við höfum farið dálítið illa með færin okkar hingað til í sumar en við lögðum upp með að taka jafntefli hér á útivelli sem væru þá fín úrslit, sérstaklega ef við náum úrslitum í næstu leikjum. Það voru meiðsli og svo þessi síðasti leikur sem fór í framlengingu þannig gott að ná í þetta stig hér.“ Það varð mikil æsingur undir lok leiks þar sem Ívar Örn Árnason braut á Jordan Smylie og úr varð mikil þyrping og taldi Sigurður að Ívar hefði slegið Smylie. „Við þjálfarar teljum okkur alltaf sjá betur en dómaratríóið, mér fannst vera slegið til okkar leikmanns þegar hann sat í grasinu. Ég á eftir að sjá atvikið aftur en við erum ekki alltaf sammála við þjálfararnir en við tókumst síðan í hendur í lokin en það var hiti í mönnum hér í dag, hörkubarátta í þessum leik og flott tilþrif.“ Framundan er heimaleikur á móti ÍBV „Ég heyrði að ÍBV hafi verið að vinna Breiðablik og tveir A landsliðsmenn frá Jamaíka annað hvort komnir eða á leið til þeirra. Þetta verður bara hörku erfiður leikur eins og aðrir leikir í þessari deild. Við tökum bara hvern leik fyrir sig. “
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti