Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2023 20:05 Ásmundur var leystur út með fallegum blómvendi og grænmetiskörfu frá Garðyrkjuskólanum. Hér er hann ásamt Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum á opna húsinu í skólanum á sumardaginn fyrsta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira