Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 08:42 Meint viðtal Die Aktuelle við Michael Schumacher var kynnt sem það fyrsta frá því að hann hlaut alvarlegan heilaskaða í desember árið 2013. Hér sést Schumacher rúmu ári fyrir slysið á blaðamannafundi fyrir japanska kappaksturinn. AP/Itsuo Inouye Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann. Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann.
Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira