„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Erik ten Hag ræðir við Victor Lindelöf og Antony. James Williamson/Getty Images Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00
„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01