Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Nær ógerlegt að sjá hvort boltinn fari í hönd, andlit eða bæði. Stöð 2 Sport ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05
„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54