Guðbjörg segir niðurstöðuna ekki endilega koma að óvart. „Þetta er bara enn ein birtingarmynd af þeirri miklu óánægju sem hjúkrunarfræðingar hafa látið í ljós og ákalli eftir aðgerðum af hálfu atvinnurekenda og þá yfirvalda,“ segir hún.
Tólf ár eru liðin síðan hjúkrunarfræðingar sömdu síðast um laun og segir Guðbjörg mikilvægt að störf hjúkrunarfræðinga séu metin út af verðleikum út frá menntun og ábyrgð. Að sögn Guðbjargar er kýrskýrt að samningurinn hafi aðeins samþykktur í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
„Mér finnst yfirvöld núna hafa fengið algjörlega rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Guðbjörg og ítrekar að ákall hjúkrunarfræðinga sé skýrt.