Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2023 09:00 Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samgöngur Landbúnaður Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun