Afleikur að berjast gegn verðbólgu og þenslu með því afla aukinna tekna
Samtök atvinnulífsins (SA) segja það afleik að ætla að berjast gegn þenslu og verðbólgu með því að treysta nær alfarið á auknar tekjur í fjárlögum. Nauðsynlegt sé að taka þyngri og stærri skref á útgjaldahlið. Með aukinni áherslu á aðhald geti hið opinbera dregið úr sársaukafullum kostnaði sem fylgir baráttunni við verðbólguna og minnkað þörfina á vaxtahækkunum.