Líkja sambandi við njósnara við nauðgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 13:21 Lögreglumaðurinn átti í sambandi við átta konur í anarkistasenunni. Sex þeirra hafa kært háttsemina. EPA Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
„Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira