Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Viðar Eggertsson skrifar 25. apríl 2023 16:00 Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Leigumarkaður Börn og uppeldi Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar