Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 22:40 Rainn Wilson kom hingað til lands síðasta sumar og segist hafa lært heilmikið í þeirri ferð. Getty/Theo Wargo Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni. „Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira
„Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Sjá meira