Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 09:53 Keith Alexander stýrði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) frá 2005 til 2014. Síðan þá hefur hann auðgast á ráðgjafarstörfum fyrir erlend ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira