Sótbölvandi senseiinn sem elskaði að kenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson faðmar Boris Bjarna Akbachev að sér fyrir bikarúrslitaleik Vals og KA í fyrra. valur Boris Bjarni Akbachev féll frá á dögunum, 89 ára að aldri. Þar með er genginn einn mikilvægasti og áhrifamesti þjálfari íslensks handbolta. Boris þjálfaði lengst af yngri flokka hjá Val og marga af bestu handboltamönnum félagsins og landsins. Að sögn fyrrverandi leikmanna sem Vísir ræddi við var Boris mikill kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti, meðfram því sem hann blótaði þeim í sand og ösku. Boris kom fyrst hingað til lands í kringum 1980 og tók strax til hendinni. Og nú, rúmum fjörutíu árum seinna gætir áhrifa hans enn og gerir það eflaust um ókomin ár. Boris var í sérflokki þegar kom að tækni- og einstaklingsþjálfun og var óþreytandi í að kenna ungum leikmönnum grunnatriði leiksins. Og þessu kom hann á framfæri á sinni bjöguðu ensku kryddaðri rússneskum blótsyrðum. Hann var lærifaðir, mentor, sensei, yoda handboltans. „Ég er hundrað prósent sannfærður um að ég hefði aldrei orðið nothæfur handboltamaður ef ekki hefði verið fyrir það sem Boris kenndi mér. Hann var algjörlega óhræddur við að taka hvern sem var og breyta öllu í þeirra leik, kenna leikmönnum tækni upp á nýtt en svo var misjafnt hvernig þeir tileinkuðu sér þetta. En hann gaf öllum tólin til að verða betri í handbolta en þeir hefðu orðið,“ segir Einar Örn Jónsson sem naut leiðsagnar Borisar og sonar hans, Mikhails, í yngri flokkum Vals um fimm ára skeið. Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík fyrir nokkrum árum.hr „Hann hafði lykilþýðingu fyrir minn feril. Hann taldi sig vissan um að hann gæti bætt alla. Hann kenndi öll grunnatriði rosalega stíft og gaf öllum góðan og breiðan skóla og þekkingu til að vinna með. Það var alltaf þessi grunnur sem maður byggði á. Eftir því sem maður varð eldri áttaði maður sig á hlutum sem hann hafði kennt manni.“ Boris hafði meðal annars verið aðstoðarþjálfari sovéska landsliðsins áður en hann kom fyrst hingað til lands um 1980. Hann byrjaði þá að þjálfa hjá Val, leikmenn á borð við Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson. Hann fór svo á flakk og þjálfaði meðal annars hjá Breiðabliki sem eignaðist allt í einu talsverðan fjölda frambærilegra handboltamanna áður en hann kom aftur til Vals um 1990. Þá fékk Boris í hendurnar Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og leikmennina sem mynduðu uppistöðuna í Valsliðinu sem vann sex Íslandsmeistaratitla á 10. áratugnum. Þriðja og síðasta kynslóðin sem hann þjálfaði hjá Val voru svo Snorri Steinn Guðjónsson, Markús Máni Michaelsson og Bjarki Sigurðsson. Einar Örn Jónsson lék lengi sem atvinnumaður og með handboltalandsliðinu. Að eigin sögn hefði hann ekki orðið merkilegur handboltamaður ef ekki hefði verið fyrir Boris.vísir/vilhelm Boris þjálfaði ekki bara stráka hjá Val heldur einnig stelpur og margar þeirra spiluðu með meistaraflokki félagsins og landsliðinu. Má þar meðal annars nefna Berglindi Írisi Hansdóttur, Sigurlaugu Rúnarsdóttur, Örnu Grímsdóttur, Gerði Betu Jóhannsdóttur, Brynju Steinsen, Sonju Jónsdóttur og Hafrúnu Kristjánsdóttur. Sú síðastnefnda segir Boris hafa haft gríðarlega mikil áhrif á sig, í leik og starfi. Úr skussum í Íslandsmeistara „Það byrjaði á því að Mikhail sonur hans tók við okkur í 4. flokki. Þá var Boris til baka og að hjálpa honum. Við fórum úr því að vera ógeðslega lélegar í að verða Íslandsmeistarar á einu ári. Boris tók svo við okkur þegar við vorum 17-18 ára,“ segir Hafrún. Hann kenndi grunninn í handbolta betur en allir. Maður bar svo mikla virðingu fyrir honum að maður saug í sig hvert einasta orð sem hann sagði og kenndi manni á lífið. Það að leggja hart að sér, að ef maður byggir ekki góðan grunn er allt hitt rugl og hvernig maður á að standa sig lífinu. Hafrún Kristjánsdóttir Þau Einar lýsa Boris sem gríðarlega kröfuhörðum þjálfara sem var með eindæmum spar á hrósið. „Hann var grjótharður og mesta hrós sem maður get fengið frá honum var: okay, not that bad. Hann fór ekki lengra en maður hélt að himinn hefði höndum tekið þegar maður fékk það hrós,“ segir Hafrún. „Hann var rosalega kröfuharður, gott var aldrei nógu gott og það var alltaf hægt að gera betur. Ég held hann hafi einu sinni hrósað mér. Mesta hrósið sem maður fékk var: not so bad. Þessir helstu frasar hjá honum voru: what you do? Why you do? Hvað er maður að gera og af hverju?“ lýsir Einar en flestar setningar Boris enduðu á rússneska blótsyrðinu bled. Not so bad? Bled. What you do? Bled. Leiðbeinandi skammir Hafrún og Einar segja að þótt Boris hafi verið örlátari á skammirnar en hrósið hafi þeim alltaf fylgt einhver tilgangur. „Hann skammaði mann en gerði það alltaf með leiðbeiningum. Sumir þjálfarar skamma bara með fúkyrðaflaumi en hann gerði það með því leiðbeina. Hann var hávær, lét mann heyra það og manni leið ekkert vel þegar hann öskraði á mann en hann leiðbeindi alltaf í leiðinni,“ segir Einar. Boris var heiðursgestur á fjórða leik ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.vísir/Óskar Pétur Friðriksson Æfingarnar hjá Boris voru oft æði endurtekningarsamar og einfaldar en jafnframt mikilvægar. Og þær voru ólíkar öllu öðru en Einar og Hafrún höfðu áður kynnst. Máttur endurtekningarinnar „Þetta var miklu hnitmiðaðra. Það var ekkert mikil einstaklings- eða tækniþjálfun á þessum árum og ég er pínu hræddur um að hún sé heldur ekkert mikil núna. Á fyrstu æfingunum hjá þeim feðgum stóðum við og köstuðum bolta í vegg til að læra okkur að nota höndina rétt. Maður kastaði í gólfið, vegginn, gólfið, vegginn. Svo gengu þeir á milli og leiðréttu kasthreyfinguna. Þetta gerði maður alla tíð. Ef ég fann að það var eitthvað rangt í tækninni fann ég vegg og kastaði í hann. Maður núllaði sig aftur,“ segir Einar. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá brot úr kvikmyndinni Óli Prik þar sem Ólafur Stefánsson hittir sinn gamla mentor í Kópavoginum og leitar ráða hjá honum. Boris dró fram A4 blað og smápeninga og fór yfir málin með Óla. „Honum var alveg sama hverja hann var að þjálfa. Hann vildi bara gera leikmenn betri og að góðum einstaklingum. Hann þoldi aldrei eigingirni eða það að skammast í liðsfélögum. Þú áttir bara að einbeita þér að því sem þú gast gert betur og það var allt í gegnum í einstaklingskennslu. Handboltinn sem við spiluðum var ekki skemmtilegur, engin kerfi og þú áttir bara að gera hreyfingarnar og færslurnar sem hann lagði fyrir, alveg sama hvað. Svo notaðirðu þetta svo seinna. Þetta var grunnurinn sem allt byggði á. Það voru engar krúsídúllur. Þú áttir bara að gera nákvæmlega það sem hann lagði fyrir, alltaf eins en betur og betur. Og þannig lærirðu,“ segir Einar. Litlar hendur=línumaður Mörg dæmi eru um leikmenn sem Boris fann nýjar stöður fyrir. „Hann fylgdist með öllum, skoðaði alla og það fór ekkert framhjá honum. Hann var óhræddur við að láta krakka fara í aðrar stöður og kenndi þeim nýju stöðuna betur en þeir kunnu þá gömlu. Hann sá kannski að þessi gæti ekki orðið góð skytta en gæti nýst sem hornamaður eða línumaður og öfugt,“ segir Einar. Og Boris fann nýja stöðu fyrir Hafrúnu með nokkuð óhefðbundnum hætti. „Þeir Mikhail skoðuðu hendurnar á mér, sáu að þær væru litlar og færðu mig inn á línu. Ég væri með of litlar hendur fyrir skyttu en gæti orðið línumaður. Þeir skoðuðu alls konar svona hluti og færðu leikmenn til í stöðum eftir því,“ segir Hafrún. Hún segir að leikmenn sem Boris hefur þjálfað séu auðþekkjanlegir. Snorri Steinn Guðjónsson smellir kossi á sinn gamla lærimeistara.valur „Þú sérð það meðal annars á því hvernig þeir sækja að marki. Snorri Steinn er alveg týpískur Boris leikmaður. Þú sérð það líka á línumönnunum hans, hvernig þeir lenda. Við lentum öðruvísi en aðrir línumenn, ekki á fótunum heldur á höndunum og maganum. Maður var látinn detta aftur og aftur og ég hélt ég væri orðin handarbrotin. Við gerðum þetta aftur og aftur til að við myndum detta rétt og við spiluðum aldrei með hnéhlífar því hann kenndi okkur að lenda,“ segir Hafrún. Auk þess að vera hjá Val og Breiðabliki þjálfaði Boris hjá Haukum og Fjölni og var þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Þá þjálfaði hann yngri landslið Íslands og var aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með A-landsliðið. En tengingin við Val var alltaf sterkust, hann var tíður gestur í Valsheimilinu, að segja mönnum til eins og venjulega. Djúp væntumþykja „Hann lagði svo mikla ást í þetta. Hann var frábær þjálfari og það hvernig manni gekk í lífinu skipti hann máli. Hann blótaði manni til helvítis, það vantaði ekkert upp á það en maður fann hversu mikið hann vildi kenna manni og hann lagði sig allan fram um það. Maður lærði að taka gagnrýni og þótt hann hafi drullað yfir mann kom það frá góðum stað. Hann pældi ekki mikið í úrslitum heldur frekar hvort frammistaðan væri í lagi. Svo sat maður og hlustaði á hann löngum stundum segja manni hvað skipti máli í lífinu,“ segir Hafrún. Hafrún Kristjánsdóttir naut leiðsagnar Boris í yngri flokkum Vals.vísir/sigurjón „Hann fylgdist alltaf með, spurði hvað maður væri að gera og lét mann heyra það. Þetta var djúp væntumþykja. Hann var ótrúlegur maður.“ Í Handkastinu ræddi Ólafur Stefánsson um Boris. Umræðan um hann hefst á 47:00. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Íþróttir barna Valur Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Boris kom fyrst hingað til lands í kringum 1980 og tók strax til hendinni. Og nú, rúmum fjörutíu árum seinna gætir áhrifa hans enn og gerir það eflaust um ókomin ár. Boris var í sérflokki þegar kom að tækni- og einstaklingsþjálfun og var óþreytandi í að kenna ungum leikmönnum grunnatriði leiksins. Og þessu kom hann á framfæri á sinni bjöguðu ensku kryddaðri rússneskum blótsyrðum. Hann var lærifaðir, mentor, sensei, yoda handboltans. „Ég er hundrað prósent sannfærður um að ég hefði aldrei orðið nothæfur handboltamaður ef ekki hefði verið fyrir það sem Boris kenndi mér. Hann var algjörlega óhræddur við að taka hvern sem var og breyta öllu í þeirra leik, kenna leikmönnum tækni upp á nýtt en svo var misjafnt hvernig þeir tileinkuðu sér þetta. En hann gaf öllum tólin til að verða betri í handbolta en þeir hefðu orðið,“ segir Einar Örn Jónsson sem naut leiðsagnar Borisar og sonar hans, Mikhails, í yngri flokkum Vals um fimm ára skeið. Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík fyrir nokkrum árum.hr „Hann hafði lykilþýðingu fyrir minn feril. Hann taldi sig vissan um að hann gæti bætt alla. Hann kenndi öll grunnatriði rosalega stíft og gaf öllum góðan og breiðan skóla og þekkingu til að vinna með. Það var alltaf þessi grunnur sem maður byggði á. Eftir því sem maður varð eldri áttaði maður sig á hlutum sem hann hafði kennt manni.“ Boris hafði meðal annars verið aðstoðarþjálfari sovéska landsliðsins áður en hann kom fyrst hingað til lands um 1980. Hann byrjaði þá að þjálfa hjá Val, leikmenn á borð við Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson. Hann fór svo á flakk og þjálfaði meðal annars hjá Breiðabliki sem eignaðist allt í einu talsverðan fjölda frambærilegra handboltamanna áður en hann kom aftur til Vals um 1990. Þá fékk Boris í hendurnar Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og leikmennina sem mynduðu uppistöðuna í Valsliðinu sem vann sex Íslandsmeistaratitla á 10. áratugnum. Þriðja og síðasta kynslóðin sem hann þjálfaði hjá Val voru svo Snorri Steinn Guðjónsson, Markús Máni Michaelsson og Bjarki Sigurðsson. Einar Örn Jónsson lék lengi sem atvinnumaður og með handboltalandsliðinu. Að eigin sögn hefði hann ekki orðið merkilegur handboltamaður ef ekki hefði verið fyrir Boris.vísir/vilhelm Boris þjálfaði ekki bara stráka hjá Val heldur einnig stelpur og margar þeirra spiluðu með meistaraflokki félagsins og landsliðinu. Má þar meðal annars nefna Berglindi Írisi Hansdóttur, Sigurlaugu Rúnarsdóttur, Örnu Grímsdóttur, Gerði Betu Jóhannsdóttur, Brynju Steinsen, Sonju Jónsdóttur og Hafrúnu Kristjánsdóttur. Sú síðastnefnda segir Boris hafa haft gríðarlega mikil áhrif á sig, í leik og starfi. Úr skussum í Íslandsmeistara „Það byrjaði á því að Mikhail sonur hans tók við okkur í 4. flokki. Þá var Boris til baka og að hjálpa honum. Við fórum úr því að vera ógeðslega lélegar í að verða Íslandsmeistarar á einu ári. Boris tók svo við okkur þegar við vorum 17-18 ára,“ segir Hafrún. Hann kenndi grunninn í handbolta betur en allir. Maður bar svo mikla virðingu fyrir honum að maður saug í sig hvert einasta orð sem hann sagði og kenndi manni á lífið. Það að leggja hart að sér, að ef maður byggir ekki góðan grunn er allt hitt rugl og hvernig maður á að standa sig lífinu. Hafrún Kristjánsdóttir Þau Einar lýsa Boris sem gríðarlega kröfuhörðum þjálfara sem var með eindæmum spar á hrósið. „Hann var grjótharður og mesta hrós sem maður get fengið frá honum var: okay, not that bad. Hann fór ekki lengra en maður hélt að himinn hefði höndum tekið þegar maður fékk það hrós,“ segir Hafrún. „Hann var rosalega kröfuharður, gott var aldrei nógu gott og það var alltaf hægt að gera betur. Ég held hann hafi einu sinni hrósað mér. Mesta hrósið sem maður fékk var: not so bad. Þessir helstu frasar hjá honum voru: what you do? Why you do? Hvað er maður að gera og af hverju?“ lýsir Einar en flestar setningar Boris enduðu á rússneska blótsyrðinu bled. Not so bad? Bled. What you do? Bled. Leiðbeinandi skammir Hafrún og Einar segja að þótt Boris hafi verið örlátari á skammirnar en hrósið hafi þeim alltaf fylgt einhver tilgangur. „Hann skammaði mann en gerði það alltaf með leiðbeiningum. Sumir þjálfarar skamma bara með fúkyrðaflaumi en hann gerði það með því leiðbeina. Hann var hávær, lét mann heyra það og manni leið ekkert vel þegar hann öskraði á mann en hann leiðbeindi alltaf í leiðinni,“ segir Einar. Boris var heiðursgestur á fjórða leik ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.vísir/Óskar Pétur Friðriksson Æfingarnar hjá Boris voru oft æði endurtekningarsamar og einfaldar en jafnframt mikilvægar. Og þær voru ólíkar öllu öðru en Einar og Hafrún höfðu áður kynnst. Máttur endurtekningarinnar „Þetta var miklu hnitmiðaðra. Það var ekkert mikil einstaklings- eða tækniþjálfun á þessum árum og ég er pínu hræddur um að hún sé heldur ekkert mikil núna. Á fyrstu æfingunum hjá þeim feðgum stóðum við og köstuðum bolta í vegg til að læra okkur að nota höndina rétt. Maður kastaði í gólfið, vegginn, gólfið, vegginn. Svo gengu þeir á milli og leiðréttu kasthreyfinguna. Þetta gerði maður alla tíð. Ef ég fann að það var eitthvað rangt í tækninni fann ég vegg og kastaði í hann. Maður núllaði sig aftur,“ segir Einar. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá brot úr kvikmyndinni Óli Prik þar sem Ólafur Stefánsson hittir sinn gamla mentor í Kópavoginum og leitar ráða hjá honum. Boris dró fram A4 blað og smápeninga og fór yfir málin með Óla. „Honum var alveg sama hverja hann var að þjálfa. Hann vildi bara gera leikmenn betri og að góðum einstaklingum. Hann þoldi aldrei eigingirni eða það að skammast í liðsfélögum. Þú áttir bara að einbeita þér að því sem þú gast gert betur og það var allt í gegnum í einstaklingskennslu. Handboltinn sem við spiluðum var ekki skemmtilegur, engin kerfi og þú áttir bara að gera hreyfingarnar og færslurnar sem hann lagði fyrir, alveg sama hvað. Svo notaðirðu þetta svo seinna. Þetta var grunnurinn sem allt byggði á. Það voru engar krúsídúllur. Þú áttir bara að gera nákvæmlega það sem hann lagði fyrir, alltaf eins en betur og betur. Og þannig lærirðu,“ segir Einar. Litlar hendur=línumaður Mörg dæmi eru um leikmenn sem Boris fann nýjar stöður fyrir. „Hann fylgdist með öllum, skoðaði alla og það fór ekkert framhjá honum. Hann var óhræddur við að láta krakka fara í aðrar stöður og kenndi þeim nýju stöðuna betur en þeir kunnu þá gömlu. Hann sá kannski að þessi gæti ekki orðið góð skytta en gæti nýst sem hornamaður eða línumaður og öfugt,“ segir Einar. Og Boris fann nýja stöðu fyrir Hafrúnu með nokkuð óhefðbundnum hætti. „Þeir Mikhail skoðuðu hendurnar á mér, sáu að þær væru litlar og færðu mig inn á línu. Ég væri með of litlar hendur fyrir skyttu en gæti orðið línumaður. Þeir skoðuðu alls konar svona hluti og færðu leikmenn til í stöðum eftir því,“ segir Hafrún. Hún segir að leikmenn sem Boris hefur þjálfað séu auðþekkjanlegir. Snorri Steinn Guðjónsson smellir kossi á sinn gamla lærimeistara.valur „Þú sérð það meðal annars á því hvernig þeir sækja að marki. Snorri Steinn er alveg týpískur Boris leikmaður. Þú sérð það líka á línumönnunum hans, hvernig þeir lenda. Við lentum öðruvísi en aðrir línumenn, ekki á fótunum heldur á höndunum og maganum. Maður var látinn detta aftur og aftur og ég hélt ég væri orðin handarbrotin. Við gerðum þetta aftur og aftur til að við myndum detta rétt og við spiluðum aldrei með hnéhlífar því hann kenndi okkur að lenda,“ segir Hafrún. Auk þess að vera hjá Val og Breiðabliki þjálfaði Boris hjá Haukum og Fjölni og var þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Þá þjálfaði hann yngri landslið Íslands og var aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með A-landsliðið. En tengingin við Val var alltaf sterkust, hann var tíður gestur í Valsheimilinu, að segja mönnum til eins og venjulega. Djúp væntumþykja „Hann lagði svo mikla ást í þetta. Hann var frábær þjálfari og það hvernig manni gekk í lífinu skipti hann máli. Hann blótaði manni til helvítis, það vantaði ekkert upp á það en maður fann hversu mikið hann vildi kenna manni og hann lagði sig allan fram um það. Maður lærði að taka gagnrýni og þótt hann hafi drullað yfir mann kom það frá góðum stað. Hann pældi ekki mikið í úrslitum heldur frekar hvort frammistaðan væri í lagi. Svo sat maður og hlustaði á hann löngum stundum segja manni hvað skipti máli í lífinu,“ segir Hafrún. Hafrún Kristjánsdóttir naut leiðsagnar Boris í yngri flokkum Vals.vísir/sigurjón „Hann fylgdist alltaf með, spurði hvað maður væri að gera og lét mann heyra það. Þetta var djúp væntumþykja. Hann var ótrúlegur maður.“ Í Handkastinu ræddi Ólafur Stefánsson um Boris. Umræðan um hann hefst á 47:00. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Íþróttir barna Valur Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira