Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 08:11 Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir sambandið hafna kröfum BSRB. Vísir/Sigurjón Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira