„Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2023 15:31 Haraldur opnaði veitingahúsið Önnu Jónu loksins á dögunum eftir tveggja ára undirbúning. Hann opnar sig upp á gátt fyrir gestum veitingahússins. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi. „Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023 Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
„Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning