Í tilkynningu kemur fram að Erna sé með B.Sc. próf í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og stjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.
„Hún hefur víðtæka og margra ára reynslu af markaðsmálum. Hún var síðast viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Sahara og starfaði þar áður sem verkefnastjóri í markaðsdeild hjá Vodafone/Sýn og Hive,“ segir í tilkynningunni.