Verða passa sig á útivallargrýlunni sem hefur oft strítt strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 13:31 Bjarki Már Elísson skorar í fyrri leiknum á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í dag mikilvægan útileik á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira