Friðrik fann nýjan mítil sem getur valdið kjötofnæmi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 07:00 Mítillinn hafði grafið sig inn í eyra hunds Friðriks, sennilega í göngutúr þeirra um Vesturbæ og Miðbæ Reykjavíkur. Friðrik Jónsson, formaður BHM, varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hann fann framandi mítil á eyra hundsins síns. Mítillinn er amerískur að uppruna og getur valdið kjötofnæmi. „Hundurinn er kominn á breiðvirk fúkkalyf til öryggis og er bólginn undan þessu biti,“ segir Friðrik sem fann nýverið mítil sem hafði grafið sig inn í eyra hundsins. Friðrik segir að mítillinn hefði annað hvort komið úr garðinum heima hjá honum eða stokkið á hundinn í daglegum göngutúr. Göngutúrinn er vanalega farinn um Vesturbæ og Miðbæ Reykjavíkur, svo sem um Ægissíðuna eða Hljómskálagarðinn. Evrópskir skógarmítlar eru algengir hér á landi en þetta er önnur tegund. Friðrik fór með mítilinn á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem hann var greindur. Amerískur flækingur Reyndist mítillinn vera svokallaður einstjörnu mítill. En einnig stundum kallaður norðaustur vatnamítill eða kalkúnamítill. Latneska heitið er Amblyomma americanum. Guðný Rut Pálsdóttir, líffræðingur á Keldum, segir að mítillinn sé líklegast flækingur. Þetta sé mítill með flókinn lífsferil, sem dvelji aðallega í Suðurríkjum Bandaríkjanna og Mexíkó. Dæmi eru um að hann finnist annars staðar, einkum í Kólumbíu og Venesúela og hann hefur fundist á Íslandi áður, á bandarískum ferðamönnum sem voru nýstignir út úr flugvél. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem hann finnst í íslenskri náttúru. „Þetta er amerísk tegund, blóðsjúgandi eins og aðrir mítlar. Til dæmis skógarmítillinn,“ segir Guðný Rut. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af því af þessu staka tilfelli, það er að þessi mítill verði landlægur hér. Guðný Rut segir að mítillinn sé líklega flækingur og ólíklegt sé að hann geti lifað af veturinn.Tilraunastöð HÍ á Keldum „Eini mítillinn á Íslandi er skógarmítillinn en það er ekki búið að sýna fram á að hann geti lifað hér af. Skógarmítillinn kemur á hverju ári með farfuglum en svo deyr hann á veturna,“ segir Guðný Rut. Lundalúsin sé hins vegar landlæg. Lífshættulegt kjötofnæmi Einna helst heyrist af mítlum í tengslum við gæludýrahald. Það er að þeir finnist í feldi hunda eða katta. Mítlanir geta hins vegar fest sig á aðra hýsla, svo sem fugla, húsdýr eða menn. Þekkt er að mítlar geta borið sjúkdóma og hefur bakteríusjúkdómur kenndur við lyme einkum verið nefndur. En hann getur haft langvarandi áhrif á taugakerfi, hjarta og liði líkamans. Vitað er að hinn ameríski gestur getur borið með sér svokallað kjötofnæmi, eða alpha gal. Það er lífshættulegt ofnæmisviðbragð við neyslu kjöts. Viðbragðið kemur hins vegar ekki strax fram heldur um þremur til sex klukkutímum eftir kjötneyslu, sem er óvanalegt fyrir ofnæmi af þessu tagi. Þá getur öndunarvegurinn þrengst og blóðþrýstingurinn fallið hratt. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2019 hefur alpha gal fundist í munnvatni einstjörnumítilsins. Stökkva af grasi eða runnum Guðný Rut vill ekki segja til um hverjar séu líkurnar á því að mítlar hér beri með sér einstaka sjúkdóma. Oft séu sjúkdómar sem finnast í mítlum svæðisbundnir. „Mítlarnir skríða upp á gróður, gras eða lægstu greinar á runnum, og stökkva á hýsilinn þegar hann gengur fram hjá eða strýkst við gróðurinn,“ segir Guðný Rut um hvernig mítill eins og þessi hagar sér. Einstjörnu mítillinn getur valdið lífshættulegu kjötofnæmi. „Fólk á að fjarlægja mítilinn varlega, með töng alveg upp við húðina og lyfta þeim upp úr. Það eru til leiðbeiningar víða um hvernig á að gera það. Svo er hægt að koma með þá hingað á Keldur eða til Náttúrufræðistofnunar til greiningar,“ segir hún. Lítið um mítlavarnir á Íslandi Friðrik hefur búið erlendis með dýr og þekkir mítla og mítlavarnir vel. Á hann bæði tangir til að fjarlægja þá en fyrirbyggjandi lyf hefur hann þurft að útvega sér erlendis frá. Lyf eins og Frontline, Vector og Simparica sem hann hefur ekki fundið í verslunum hér heima. „Ég er meðvitaður um að mítlar séu hérna á Íslandi en það kom mér á óvart að finna þetta svona snemma,“ segir Friðrik. Yfirleitt byrji þetta í maí. „Þetta eru ógeðsleg kvikindi. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um þetta og það veldur mér áhyggjum er hversu litlar varnir eru til hérna á íslandi.“ Bendir hann á að vetur séu heilt yfir að verða mildari hér á landi og mítlar finnist oftar. Það sé sérstaklega mikilvægt fyrir hunda og kattaeigendur að leita á dýrum sínum. Dýr Heilbrigðismál Skordýr Tengdar fréttir Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Skógarmítlum hefur farið fjölgandi á Íslandi undanfarin ár. Mítilbornir sjúkdómar eins og lyme-sjúkdómurinn verða brátt tilkynningarskyldir en sex eða sjö tilfelli koma upp árlega. 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar og folaflugur hafa numið land í Surtsey Folaflugur og skógarmítill eru meðal smádýra sem fundust í leiðangri vísindamanna til Surtseyjar fyrr í mánuðinum. Flugan fyrrnefnda hefur aldrei fundist áður í eyjunni en skógarmítill fannst síðast árið 1967 í Surtsey. 30. júlí 2022 10:49 Ekki hægt að staðfesta landnám skógarmítils þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað Hins vegar er búið að staðfesta að skógarmítillinn getur lifað af íslenska vetur. 23. mars 2017 13:45 Kanna dreifingu skógarmítilsins Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils hér á landi. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Hundurinn er kominn á breiðvirk fúkkalyf til öryggis og er bólginn undan þessu biti,“ segir Friðrik sem fann nýverið mítil sem hafði grafið sig inn í eyra hundsins. Friðrik segir að mítillinn hefði annað hvort komið úr garðinum heima hjá honum eða stokkið á hundinn í daglegum göngutúr. Göngutúrinn er vanalega farinn um Vesturbæ og Miðbæ Reykjavíkur, svo sem um Ægissíðuna eða Hljómskálagarðinn. Evrópskir skógarmítlar eru algengir hér á landi en þetta er önnur tegund. Friðrik fór með mítilinn á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem hann var greindur. Amerískur flækingur Reyndist mítillinn vera svokallaður einstjörnu mítill. En einnig stundum kallaður norðaustur vatnamítill eða kalkúnamítill. Latneska heitið er Amblyomma americanum. Guðný Rut Pálsdóttir, líffræðingur á Keldum, segir að mítillinn sé líklegast flækingur. Þetta sé mítill með flókinn lífsferil, sem dvelji aðallega í Suðurríkjum Bandaríkjanna og Mexíkó. Dæmi eru um að hann finnist annars staðar, einkum í Kólumbíu og Venesúela og hann hefur fundist á Íslandi áður, á bandarískum ferðamönnum sem voru nýstignir út úr flugvél. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem hann finnst í íslenskri náttúru. „Þetta er amerísk tegund, blóðsjúgandi eins og aðrir mítlar. Til dæmis skógarmítillinn,“ segir Guðný Rut. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af því af þessu staka tilfelli, það er að þessi mítill verði landlægur hér. Guðný Rut segir að mítillinn sé líklega flækingur og ólíklegt sé að hann geti lifað af veturinn.Tilraunastöð HÍ á Keldum „Eini mítillinn á Íslandi er skógarmítillinn en það er ekki búið að sýna fram á að hann geti lifað hér af. Skógarmítillinn kemur á hverju ári með farfuglum en svo deyr hann á veturna,“ segir Guðný Rut. Lundalúsin sé hins vegar landlæg. Lífshættulegt kjötofnæmi Einna helst heyrist af mítlum í tengslum við gæludýrahald. Það er að þeir finnist í feldi hunda eða katta. Mítlanir geta hins vegar fest sig á aðra hýsla, svo sem fugla, húsdýr eða menn. Þekkt er að mítlar geta borið sjúkdóma og hefur bakteríusjúkdómur kenndur við lyme einkum verið nefndur. En hann getur haft langvarandi áhrif á taugakerfi, hjarta og liði líkamans. Vitað er að hinn ameríski gestur getur borið með sér svokallað kjötofnæmi, eða alpha gal. Það er lífshættulegt ofnæmisviðbragð við neyslu kjöts. Viðbragðið kemur hins vegar ekki strax fram heldur um þremur til sex klukkutímum eftir kjötneyslu, sem er óvanalegt fyrir ofnæmi af þessu tagi. Þá getur öndunarvegurinn þrengst og blóðþrýstingurinn fallið hratt. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2019 hefur alpha gal fundist í munnvatni einstjörnumítilsins. Stökkva af grasi eða runnum Guðný Rut vill ekki segja til um hverjar séu líkurnar á því að mítlar hér beri með sér einstaka sjúkdóma. Oft séu sjúkdómar sem finnast í mítlum svæðisbundnir. „Mítlarnir skríða upp á gróður, gras eða lægstu greinar á runnum, og stökkva á hýsilinn þegar hann gengur fram hjá eða strýkst við gróðurinn,“ segir Guðný Rut um hvernig mítill eins og þessi hagar sér. Einstjörnu mítillinn getur valdið lífshættulegu kjötofnæmi. „Fólk á að fjarlægja mítilinn varlega, með töng alveg upp við húðina og lyfta þeim upp úr. Það eru til leiðbeiningar víða um hvernig á að gera það. Svo er hægt að koma með þá hingað á Keldur eða til Náttúrufræðistofnunar til greiningar,“ segir hún. Lítið um mítlavarnir á Íslandi Friðrik hefur búið erlendis með dýr og þekkir mítla og mítlavarnir vel. Á hann bæði tangir til að fjarlægja þá en fyrirbyggjandi lyf hefur hann þurft að útvega sér erlendis frá. Lyf eins og Frontline, Vector og Simparica sem hann hefur ekki fundið í verslunum hér heima. „Ég er meðvitaður um að mítlar séu hérna á Íslandi en það kom mér á óvart að finna þetta svona snemma,“ segir Friðrik. Yfirleitt byrji þetta í maí. „Þetta eru ógeðsleg kvikindi. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um þetta og það veldur mér áhyggjum er hversu litlar varnir eru til hérna á íslandi.“ Bendir hann á að vetur séu heilt yfir að verða mildari hér á landi og mítlar finnist oftar. Það sé sérstaklega mikilvægt fyrir hunda og kattaeigendur að leita á dýrum sínum.
Dýr Heilbrigðismál Skordýr Tengdar fréttir Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Skógarmítlum hefur farið fjölgandi á Íslandi undanfarin ár. Mítilbornir sjúkdómar eins og lyme-sjúkdómurinn verða brátt tilkynningarskyldir en sex eða sjö tilfelli koma upp árlega. 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar og folaflugur hafa numið land í Surtsey Folaflugur og skógarmítill eru meðal smádýra sem fundust í leiðangri vísindamanna til Surtseyjar fyrr í mánuðinum. Flugan fyrrnefnda hefur aldrei fundist áður í eyjunni en skógarmítill fannst síðast árið 1967 í Surtsey. 30. júlí 2022 10:49 Ekki hægt að staðfesta landnám skógarmítils þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað Hins vegar er búið að staðfesta að skógarmítillinn getur lifað af íslenska vetur. 23. mars 2017 13:45 Kanna dreifingu skógarmítilsins Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils hér á landi. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Skógarmítlum hefur farið fjölgandi á Íslandi undanfarin ár. Mítilbornir sjúkdómar eins og lyme-sjúkdómurinn verða brátt tilkynningarskyldir en sex eða sjö tilfelli koma upp árlega. 19. nóvember 2019 06:00
Skógarmítlar og folaflugur hafa numið land í Surtsey Folaflugur og skógarmítill eru meðal smádýra sem fundust í leiðangri vísindamanna til Surtseyjar fyrr í mánuðinum. Flugan fyrrnefnda hefur aldrei fundist áður í eyjunni en skógarmítill fannst síðast árið 1967 í Surtsey. 30. júlí 2022 10:49
Ekki hægt að staðfesta landnám skógarmítils þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað Hins vegar er búið að staðfesta að skógarmítillinn getur lifað af íslenska vetur. 23. mars 2017 13:45
Kanna dreifingu skógarmítilsins Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils hér á landi. 15. júní 2016 07:00