Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:04 Willum Þór Þórsson heilbrigðismálaráðherra. Vísir/Ívar Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu. Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu.
Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira