„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:08 Svona leit morguninn eflaust út hjá mörgum á Suður- og suðvesturlandi. Vísir/Egill Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“ Veður Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira
Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“
Veður Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira