Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:48 Stuttmyndin Fár hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Cannes. Instagram Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24
Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein