Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 13:39 Dómari féllst ekki á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Jóns Arnars. Getty Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18
Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00