Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 09:01 F1 Grand Prix of Azerbaijan - Practice & Qualifying BAKU, AZERBAIJAN - APRIL 28: Charles Leclerc of Monaco and Ferrari prepares to drive in the garage during qualifying ahead of the F1 Grand Prix of Azerbaijan at Baku City Circuit on April 28, 2023 in Baku, Azerbaijan. (Photo by Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images) Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður. Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira