12 ára hælisleitandi aflaði 60 milljóna króna fyrir bágstödd börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2023 15:30 Sænsk börn selja Maíblómið fyrir að meðaltali 15.000 íslenskar krónur og fá því um 1.500 krónur í sölulaun. Murhaf hefur selt blóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna og sér því fram á að fá andvirði 6 milljóna í eigin vasa. Johann Nilsson / Getty Images 12 ára hælisleitandi frá Eþíópíu hefur aflað bágstöddum börnum í Svíþjóð meira en 50 milljóna íslenskra króna með merkjasölu. Hann varð fyrir árásum fullorðinna kynþáttahatara þegar hann byrjaði að selja merkin, en hefur nú selt fleiri merki en nokkur annar í sögunni. Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf. Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf.
Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira