Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2023 13:35 Tölur sýna að 23 prósent alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. Vísir/Aníta Guðlaug Axelsdóttir Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. „Notkun þeirra hafa fylgt fjölmörg slys, og ekki aðeins skeinur og skrámur, heldur því miður mjög alvarleg slys og tvö andlát,“ sagði ráðherrann og dró fram sláandi tölur, sem hann sagði að ættu að vekja menn alvarlega til umhugsunar. Ávarp ráðherrans má sjá hér: „Um fjórðungur allra látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2022 voru á rafhlaupahjólum, eða 49 tilvik af 204. Sömu tölur fyrir fólksbíla eru 61 tilvik af 204 en á það verður að líta að umferð fólksbíla er margfalt meiri en rafhlaupahjóla. Þessar tölur gefa til kynna að meiri áhætta er fólgin í því að vera á rafskútu heldur en í fólksbíl. Í sömu skýrslu kemur fram að tvöfalt fleiri slasast á rafhlaupahjóli en á venjulegu reiðhjóli. Notkun reiðhjóla er 4-5 sinnum meiri en á rafhlaupahjólum samkvæmt síðustu könnun sem þýðir að áhættan við að vera á rafhlaupahjólum miðað við reiðhjól er sjö til tíföld. Þá kemur í ljós að 23% alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. U.þ.b. 3% alvarlega slasaðra hjólreiðamanna, 3% alvarlega slasaðra fótgangandi og 3% alvarlega slasaðra í bifreið eru að slasast á þessum sama tíma. Við þurfum að muna að við erum óvarðari á rafhlaupahjólum en mörgum öðrum fararmátum. Líkamsstaða okkar á rafhlaupahjólum með hendur þétt upp að líkamanum þýðir einnig að minna þarf til að missa jafnvægið. Að sama skapi eigum við erfiðara með að bera hendur fyrir okkur ef við dettum. Þetta þýðir að andlitsmeiðsli eru algengari en í til dæmis hjólreiðaslysum. Síðast en ekki síst hafa gögn sýnt að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau hafa verið allt að 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Við þurfum að bregðast þessu af krafti með sameiginlegu átaki. Þessi ferðamáti er nýr af nálinni og við þurfum læra á hann, auka fræðslu og laga regluverk og innviði,“ sagði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer yfir slysatíðni á rafskútum á kynningarfundi Samgöngustofu.Bjarni Einarsson „Ég nefni hér þrennt sem skiptir miklu máli: Í fyrsta lagi vil ég nefna umferðarlögin sjálf. Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp sem ég lagði fram um breytingar á lögunum til að auka öryggi notenda smá farartækja og annarra vegfarenda. Þar er m.a. lagt til að innleiða nýjan ökutækjaflokk smá farartækja í umferðarlög, að ökumenn verði að hafa náð 13 ára aldri og notendum yngri en 16 ára verði gert skylt að nota hjálm og að almennt bann verði við lagt við að breyta hraðastillingum. Í öðru lagi höfum við lagt áherslu á að bæta innviði. Framlög til uppbyggingar göngu- og hjólreiðastíga aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Mikilvægi slíkra innviða hefur aukist samhliða hraðri aukningu á umferð smá farartækja. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta innviði. með áherslu á það að við sjálf sýnum ábyrgð og fyrirhyggju í umferðinni. Og þar kemur að tilefni þessa ágæta fundar – sem er hin nýja kynningarherferð. Samgöngustofa hefur í samstarfi við fjölmarga aðila – í þetta sinn tryggingafélaginu VÍS – gert áhrifaríkar herferðir og auglýsingar. Minnt okkur á að spenna beltin, nota ekki símana okkur undir stýri eða aka ekki undir áhrifum. Nú er kastljósinu beint að rafskútum. Rétt eins og við notkun annarra ferðamáta – ökutækja, reiðhjóla, mótorhjóla eða hesta – þurfum að sýna varkárni og vera skynsöm. Komum heil heim af rafskútunum,“ sagði Sigurður Ingi. Herferðina má nálgast á vefsíðunni Uppábak. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Samgönguslys Næturlíf Slysavarnir Tengdar fréttir Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Notkun þeirra hafa fylgt fjölmörg slys, og ekki aðeins skeinur og skrámur, heldur því miður mjög alvarleg slys og tvö andlát,“ sagði ráðherrann og dró fram sláandi tölur, sem hann sagði að ættu að vekja menn alvarlega til umhugsunar. Ávarp ráðherrans má sjá hér: „Um fjórðungur allra látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2022 voru á rafhlaupahjólum, eða 49 tilvik af 204. Sömu tölur fyrir fólksbíla eru 61 tilvik af 204 en á það verður að líta að umferð fólksbíla er margfalt meiri en rafhlaupahjóla. Þessar tölur gefa til kynna að meiri áhætta er fólgin í því að vera á rafskútu heldur en í fólksbíl. Í sömu skýrslu kemur fram að tvöfalt fleiri slasast á rafhlaupahjóli en á venjulegu reiðhjóli. Notkun reiðhjóla er 4-5 sinnum meiri en á rafhlaupahjólum samkvæmt síðustu könnun sem þýðir að áhættan við að vera á rafhlaupahjólum miðað við reiðhjól er sjö til tíföld. Þá kemur í ljós að 23% alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. U.þ.b. 3% alvarlega slasaðra hjólreiðamanna, 3% alvarlega slasaðra fótgangandi og 3% alvarlega slasaðra í bifreið eru að slasast á þessum sama tíma. Við þurfum að muna að við erum óvarðari á rafhlaupahjólum en mörgum öðrum fararmátum. Líkamsstaða okkar á rafhlaupahjólum með hendur þétt upp að líkamanum þýðir einnig að minna þarf til að missa jafnvægið. Að sama skapi eigum við erfiðara með að bera hendur fyrir okkur ef við dettum. Þetta þýðir að andlitsmeiðsli eru algengari en í til dæmis hjólreiðaslysum. Síðast en ekki síst hafa gögn sýnt að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau hafa verið allt að 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Við þurfum að bregðast þessu af krafti með sameiginlegu átaki. Þessi ferðamáti er nýr af nálinni og við þurfum læra á hann, auka fræðslu og laga regluverk og innviði,“ sagði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer yfir slysatíðni á rafskútum á kynningarfundi Samgöngustofu.Bjarni Einarsson „Ég nefni hér þrennt sem skiptir miklu máli: Í fyrsta lagi vil ég nefna umferðarlögin sjálf. Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp sem ég lagði fram um breytingar á lögunum til að auka öryggi notenda smá farartækja og annarra vegfarenda. Þar er m.a. lagt til að innleiða nýjan ökutækjaflokk smá farartækja í umferðarlög, að ökumenn verði að hafa náð 13 ára aldri og notendum yngri en 16 ára verði gert skylt að nota hjálm og að almennt bann verði við lagt við að breyta hraðastillingum. Í öðru lagi höfum við lagt áherslu á að bæta innviði. Framlög til uppbyggingar göngu- og hjólreiðastíga aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Mikilvægi slíkra innviða hefur aukist samhliða hraðri aukningu á umferð smá farartækja. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta innviði. með áherslu á það að við sjálf sýnum ábyrgð og fyrirhyggju í umferðinni. Og þar kemur að tilefni þessa ágæta fundar – sem er hin nýja kynningarherferð. Samgöngustofa hefur í samstarfi við fjölmarga aðila – í þetta sinn tryggingafélaginu VÍS – gert áhrifaríkar herferðir og auglýsingar. Minnt okkur á að spenna beltin, nota ekki símana okkur undir stýri eða aka ekki undir áhrifum. Nú er kastljósinu beint að rafskútum. Rétt eins og við notkun annarra ferðamáta – ökutækja, reiðhjóla, mótorhjóla eða hesta – þurfum að sýna varkárni og vera skynsöm. Komum heil heim af rafskútunum,“ sagði Sigurður Ingi. Herferðina má nálgast á vefsíðunni Uppábak.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Samgönguslys Næturlíf Slysavarnir Tengdar fréttir Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56