Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2023 19:19 Jeppi Stefáns Hrafnkells verður sennilega ekki nýttur í jeppaferðir á næstunni. Facebook/Stefán Hrafnkell Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann. Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira