„Mér fannst við spila bara vel í þessum leik, ná að leysa pressuna vel og skapa þó nokkur fín færi. Eftir að hafa komist í 2-0 þá settumst við hins vegar of langt til baka og þeir komust inn í leikinn. Það var algjör óþarfi," sagði Birkir Heimisson sem lék val í hjarta varnarinnar hjá Val í leiknum í kvöld.
„Sem betur fer náðum við að bjarga þessu og það var algjörlega frábært að sjá boltann í netinu. Ég í raun bara blokkaði út í kjölfarið og þetta var bara í raun hálfgerð alsæla. Þetta var geggjuð tilfinning," sagði Birkir um sigurmarkið sitt sem kom í uppbótartíma leiksins.
„Frammistaðan var góð þó að hún hafi verið kaflaskipt. Við spiluðum vel lengstum í leiknum og það er gott að ná að tengja saman tvo sigra. Nú þurfum við bara að halda áfram að lengja góðu kaflana í leikjunum okkar,“ sagði hetjan um framhaldið.