Mundu að þú varst þræll Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. maí 2023 07:00 Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Verkalýðsdagurinn Trúmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun