Gestirnir komust óvænt yfir strax á fyrstu mínútu leiks þegar Sanne Troelsgaard kom boltanum í netið. Man City jafnaði metin eftir stundarfjórðung þegar Chloe Kelly skoraði eftir sendingu frá Khadija Shaw.
Shaw sjálf skoraði svo um miðbik fyrri hálfleiks og staðan 2-1 í hálfleik. Man City gerði út um leikinn snemma í síðari hálfleik. Kelly þá með sendinguna á Lauren Hemp sem skilaði boltanum í netið.
Stephanie Houghton skoraði fjórða mark Man City þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Man City vann 4-1 sigur.
A Sunday!
— Man City Women (@ManCityWomen) April 30, 2023
4-1 #ManCity pic.twitter.com/mKhoGQug2e
Man City er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, þremur stigum minna en topplið Manchester United. Chelsea er svo í 3. sæti með 40 stig með þrjá leiki til góða á Manchester-liðin.