Stöndum öll saman Gylfi Þór Gíslason skrifar 1. maí 2023 08:31 Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun