Máttur góðvildar í eigin garð Ingrid Kuhlman skrifar 4. maí 2023 08:00 Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun