Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 09:12 Vísir/Vilhelm Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða. Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða.
Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira