Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 09:12 Vísir/Vilhelm Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða. Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða.
Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira