„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 10:54 Óskar Hallgrímsson ræddi um stöðuna í Úkraínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira