Mæta Þýskalandi og Danmörku í nýju Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023
A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss
B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland
C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira