Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 14:15 Brynjar segist taka eftir því að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að þingmaðurinn „Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum.“ Honum finnst það ekkert tiltökumál og mörg dæmi finnist um að þingmenn séu að stússa í öðru samhliða þingmennsku. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Sjá meira
„Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent